Stærsti fiskur sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum

Að kvöldi 1. ágúst veiddi Haukur Böðvarsson 16,4 punda urriða í Grænavatni. Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur á stöng í Veiðivötnum.

Fiskurinn vóg 8,2 kg, sem eru 16,4 pund eða 18,0 ensk pund. Fiskurinn var 83 sm að lengd og ummálið 50 sm. Haukur lokkaði fiskinn á flugu sem nefnist Svartur köttur.

Kunnugir telja að margir svona stórir fiskar leynist í Grænavatni svo ef til vill eiga fleiri álíka eða stærri eftir að koma þar á land.