SS greiðir uppbót á afurðaverð

Stjórn Sláturfélags Suðurlands hefur ákveðið að greiða bændum 2,15% uppbót á afurðaverð allra kjöttegunda fyrir árið 2011.

Uppbótin verður greidd inn á bankareikninga bænda þann 12. mars næstkomandi.

Í tilkynningu frá félaginu segir að stefna SS sé að greiða samkeppnishæft afurðaverð hverju sinni og góð afkoma liðins árs geri þessa uppbót mögulega.

Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á árinu 2011 var 1.179 milljónir króna samkvæmt rekstarreikningi. Árið áður var 186 milljóna króna hagnaður. Eigið fé er 2.711 milljónir króna og eiginfjárhlutfall samstæðunnar er 46%.

Tekjur ársins 2011 voru 8.451 milljónir króna en 7.602 milljónir króna árið 2010.

Fyrri greinÞórir Jökull: Fullmyndugan Skálholtsbiskup?
Næsta greinGunnar Rafn: Opið bréf til alþingismanna