Sr. Axel þjónar Breiðabólsstaðarprestakalli

Sr. Axel Á. Njarðvík. Ljósmynd/kirkjan.is

Sr. Axel Á. Njarðvík, héraðsprestur, hefur verið settur til að þjóna Breiðabólsstaðarprestakalli frá 1. ágúst síðastliðnu, þar til nýr sóknarprestur verður ráðinn í starfið.

Sr. Önundur Björnsson lét af störfum um síðustu mánaðamót og sóttu tíu manns um starf sóknarprests en umsóknarfresturinn rann út um miðjan júlí. Miðað er við að nýi sóknarpresturinn geti hafið störf í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Í Breiðabólsstaðarprestakalli eru fimm sóknir, Stórólfshvolssókn, Breiðabólsstaðarsókn, Hlíðarendasókn, Akureyjarsókn og Krossókn. Í prestakallinu eru fimm kirkjur og ein kapella.