Sr. Axel sinnir þjónustu í Hveragerði

Sr. Axel Á. Njarðvík. Ljósmynd/kirkjan.is

Biskup Íslands hefur sett séra Axel Á. Njarðvík, héraðsprest, til að sinna prestsþjónustu í Hveragerðisprestakalli frá 1. janúar til 30. júní næstkomandi í leyfi séra Jóns Ragnarssonar.

Sr. Axel vígðist til Stóra-Núpsprestakalls 1991 og varð héraðsprestur við sameiningu Stóra-Núpsprestakalls við Hrunaprestakalls árið 2010.

Hann leysti af í Oddaprestakalli árið 2010, Mosfellsprestakalli árið 2011 og Selfossprestakalli á árunum 2012 til 2015.

Fyrri greinNýr plöntusjúkdómur greindist á Suðurlandi
Næsta greinÞórsarar í úrslitaleikinn í fyrsta sinn