Sr. Arnaldur eini umsækjandinn

Sr. Arnaldur Bárðarson.

Sr. Arnaldur Bárðarson var eini umsækjandinn um embætti sóknarprests í Eyrarbakkaprestakalli sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum.

Sr. Arnaldur hefur verið settur sóknarprestur í prestakallinu frá því í júlí í fyrra þegar Kristján Björnsson sagði embættinu lausu og var vígður biskup í Skálholti.

Í Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir, Eyrarbakka-, Stokkseyrar- og Gaulverjabæjarsókn og er íbúafjöldi í prestakallinu 1.443. Einn sóknarprestur starfar í prestakallinu, en umtalsvert samstarf er við presta Selfossprestakalls.

Biskup Íslands skipar í embættið frá og með 1. febrúar næstkomandi.

Fyrri greinSunnlendingar leita á Snæfellsnesi
Næsta greinFimmtán brennur á Suðurlandi í dag