Spurningakeppni milli grunnskólanna á Selfossi

Í kvöld, þriðjudagskvöld, fer fram spurningakeppni á milli Sunnulækjarskóla og Vallaskóla á Selfossi. Keppnin fer fram í Fjallasal Sunnulækjarskóla.

Búist er við harðri keppni. Húsið opnar 19:30 og hefst viðureignin stundvíslega klukkan 20:00.

Að sjálfsögðu er sjoppa á staðnum og vonast keppendur og aðstandendur keppninnar til þess sjá sem flesta gesti í kvöld.