Sprengjan reyndist eftirlíking

Þorlákshöfn. Ljósmynd/Baldvin Agnar Hrafnsson

Aðgerðum sprengjusveitar Landhelgisgæslunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra á nýja gámasvæðinu í Þorlákshöfn er lokið. Torkennilegir hlutir sem fundust í gámi á svæðinu í morgun reyndstu ekki vera sprengjur.

Lögreglan var með mikinn viðbúnað á svæðinu í morgun og lokaði stóru svæði í kringum gámasvæðið.

Þorsteinn M. Kristinsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, sagði í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða einhvers konar eftirlíkingu eða leikmun sem líktist raunverulegri sprengju.

Fyrri greinSprengjusveit Gæslunnar að störfum í Þorlákshöfn
Næsta greinStjörnuleikur hjá Þórsurum