Sprengivirkni jókst í dag

Sprengivirkni í eldstöðinni í Eyjafjallajökli jókst aftur upp úr hádegi í dag með aukinni gjóskuframleiðsu og hækkandi gosmekki.

Gosið er að mestu sprengigos en lítill hraunstraumur er virkur innan hrauntraðarinnar sem myndaðist í aðal hraunfasa gossins.

Gosvirknin virtist nokkuð stöðug síðdegis en þá jókst mökkurinn lítillega. Áfram er búist við sveiflum í gosvirkninni með tilheyrandi gjóskufalli.