Sprenging í Nesjavallavirkjun

Nesjavallavirkjun. Ljósmynd/Orka náttúrunnar

Sprenging var í tengivirki í Nesjavallavirkjun snemma í morgun. Brunavarnir Árnessýslu á Selfossi fengu boð um eld í tengivirkinu klukkan 5:50 í morgun auk þess sem mannskapur frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var kallaður á vettvang.

Engin slys urðu á fólki í sprengingunni og slökkvistarf gekk vel fyrir sig.

Morgunblaðið greinir frá því að virkjunin sé úti vegna þessa en vonast sé til að þrjár af fjórum vél­um virkj­un­ar­inn­ar verði komn­ar aft­ur inn um há­degið. Ekki sé ljóst hvað skemmdirnar séu miklar.

Fyrri greinEllý sækist eftir 2. sætinu
Næsta greinMyndi troða yfir Jordan