Sprenging á Nesjavöllum

Sprenging varð við Nesjavallarvirkjun um hálfellefuleytið í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti varð sprengingin í tengivirki við streng eitt.

Ein vél bilaði við óhappið en hún mun vera komin í gagnið aftur að því að fram kemur á Vísi.

Lögregla og sjúkralið fór á staðinn ásamt dælubíl frá Brunavörnum Árnessýslu. Það eru hefðbundin vinnubrögð að kalla til viðbragðsaðila þegar óhapp af þessu tagi verður hjá Landsneti.

Fyrri greinAðventusamkoma í Mýrdalnum
Næsta greinSækja fótbrotinn mann í Reykjadal