Sprautunálar fundust á víðavangi

Vegfarandi við Suðurhóla á Selfossi fann sprautunálar og önnur áhöld til fíkniefnaneyslu við hljóðmön skammt frá Gráhellu austarlega við Suðurhóla í liðinni viku.

Ekki er vitað hverjir hafa skilið þessa hluti þar eftir en lögreglan segir fulla ástæðu til að hvetja foreldra og aðra að fræða börn sín um að snerta ekki sprautur sem finnast á víðavangi.

Fyrri greinKosta lýsingu í kringum skóla
Næsta greinTil mikils að vinna að eiga vel uppalinn hund