Sprautaði tómatsósu um alla verslunina

Ölvaður maður gekk berserksgang í verslun Olís á Selfossi á milli klukkan þrjú og fjögur aðfaranótt laugardags.

Maðurinn kom við annan mann inn í nætursölu Olís og fór að rífa niður vörur úr hillum og lét öllum illum látum meðal annars sprautaði hann tómatsósu um allt.

Þegar starfsmaður hugðist vísa manninum út réðst hann á starfsmanninn auk þess að sparka í útihurð og fleiri dauða hluti.

Maðurinn var handtekinn og færður í fangageymslu og síðan yfirheyrður þegar hann kom til vits.