Spólað í hringi við Gígjukvísl

Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú utanvegaakstur sem tilkynnt var um í síðustu viku við Gígjukvísl á Skeiðarársandi.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er ekki vitað um geranda en þarna hefur einhver gert það að leik sínum að spóla í hringi.

Lögreglan segir svona lagað mjög leiðinlegt og sýni virðingarleysi fyrir umhverfinu.

Fyrri greinDagbók lögreglu: Tveir kærðir fyrir fölsun á bílnúmerum
Næsta greinTöluvert um hraðakstur í umdæmi Hvolsvallarlöggunnar