Spennu hleypt á Hellulínu 2

Hellulína 2, 13 km langur jarðstrengur Landsnets milli Hellu og Hvolsvallar er nú kominn í rekstur. Hann leysir af hólmi nærri 70 ára gamla loftlínu og eykur bæði flutningsgetu og afhendingaröryggi raforku á svæðinu.

Jarðstrengurinn milli Hellu og Hvolsvallar var spennusettur þann 4. september sl. en það var fyrirtækið Þjótandi sem annaðist lagningu hans. Vinnan hófst í maímánuði og gengu framkvæmdir mjög vel.

Strengurinn er gerður fyrir 66 kV spennu og var hann framleiddur af alþjóðlega kapalfyrirtækinu nkt cables. Fyrirtækið sá jafnframt um flutning strengsins til landsins, eftirlit með lagningu hans, tenginum og prófunum en Orkuvirki var undirverktaki nkt hérlendis.

Með tilkomu jarðstrengsins hefur gamla loftlínan, sem var reist árið 1948, lokið hlutverki sínu. Hún er með elstu línum í raforkukerfinu og er stefnt að því að fjarlægja hana í vetur.

Fyrri greinOpnunarhátið appsins Grænt kort – Suður
Næsta greinAukafé til að ráða sálfræðinga