„Spennt að opna Krónuna á þessu svæði“

Krónan á Hvolsvelli. Ljósmynd/Krónan

„Við erum mjög spennt að opna Krónuna á þessu svæði og bjóða íbúum hér upp á mikið úrval á sama góða verðinu og í öðrum Krónuverslunum sem eru nú orðnar átján talsins.“

Þetta segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar, sem opnaði í gær nýja lágvöruverðsverslun á Hvolsvelli.

Í versluninni er lögð áhersla á ferskleika og hollustu, m.a. gott úrval af ávöxtum, grænmeti, kjöti, fiski og nýbökuðu brauði. Allar vörur í versluninni eru á sama verði og í öðrum verslunum Krónunnar.

Einnig verður boðið upp á tvær nýjungar en það er „kaffi á ferð“ og síðar í aprílmánuði verða teknir í notkun sjálfsafgreiðslukassar sem munu stytta bið á kassa á annasömum tímum.

Verslunin er opin frá 9-18 virka daga og frá 9-16 um helgar yfir vetrartímann en yfir sumartímann verður verslunin opin frá 9-20.

Fyrri greinÁrborg skoraði átta mörk
Næsta greinMilljónamiði í Krambúðinni