Sparkaði í andlit lögreglumanns

Síðastliðið föstudagskvöld var lögreglan á Suðurlandi kölluð í heimahús vegna konu sem gekk berserksgang og olli ugg meðal annars heimilisfólks.

Þegar lögreglumenn mættu á staðinn var konan mjög æst og sparkaði hún í andlit lögreglumanns með þeim afleiðingum að tönn brotnaði.

Konan var handtekin og flutt í fangageymslu.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Fyrri greinEldur blossaði upp í rafmagnstöflu
Næsta greinBrotist inn í Silfurnes