Spark og kjaftshögg – bæði kæra

Karl og kona á tvítugsaldri kærðu hvort annað fyrir líkamsárás í Þorlákshöfn um helgina.

Tildrögin voru með þeim hætti að aðfaranótt sunnudags hafði karlmaðurinn verið að áreita konuna við veitingastað í Þorlákshöfn. Hann hleypti lofti úr hjólbarða á bifreið konunnar og pissaði á bifreiðina.

Konunni varð mjög misboðið og sparkaði í höfuð karlsins sem launaði fyrir með hnefahöggi í andlit konunnar.

Bæði hlutu minni háttar áverka.