Spara milljón á ári í kyndikostnað

Tvær varmadælur hafa verið settar upp í félagsheimilinu Þjórsárveri í Flóahreppi og tvær varmadælur verða settar upp í Félagslundi á næstunni.

Í Þjórsárveri eru svokallaðar loft/loft dælur sem nýtast vel í stórum opnum rýmum. Í Félagslundi verður sett upp ein loft/loft dæla og ein loft/vatn dæla sem fer inn á ofnakerfi sem er til staðar í Félagslundi.

Í pistli sveitarstjóra í nýjasta tölublaði Áveitunnar kemur fram að áætlað sé að dælurnar lækki kyndikostnað um allt að 50%. Sé tekið mið af áætluðum

kyndikostnaði af heildarrafmagnskostnaði fyrir félagsheimilin, eða 85% er hann um ein milljón króna á ári í hvoru húsi fyrir sig þannig að áætlaður sparnaður fyrir Flóahrepp í kyndikostnaði beggja húsanna gæti numið um einni milljón króna á ári.

Orkustofnun greiðir niður stofnkostnað vegna varmadælnanna sem nemur allt að 8 ára niðurgreiðslum á kyndikostnaði.

Fyrri greinSædís Íva í Arion banka
Næsta greinLóusöngur á Bakkanum