South Door opnar upplýsingamiðstöð á Hellu

Í síðustu viku opnaði South Door formlega upplýsingamiðstöð í Árhúsum á Hellu. South Door hefur starfrækt upplýsingamiðstöð í Fossbúð í Skógum undanfarin tvö ár í góðri samvinnu við ferðaþjónustuaðila og ferðamenn á svæðinu.

Á liðnu sumri tók South Door við rekstri Árhúsa á Hellu. Yfirtakan fól í sér verulega útvíkkun á starfssvæði félagsins þar sem undanfarin ár hefur reksturinn einskorðast við Skóga. Eitt stærsta útivistarsvæði landsins er í „bakgarði“ félagsins og er South Door nú sérhæft í að þjónusta ferðamönnum sem leggja stund á útivist.

Samhliða rekstri á upplýsingamiðstöðum hefur South Door umsjón með rekstri Hótel Skóga og Árhúsa á Hellu þar sem starfrækt er veitingahús, tjaldsvæði og útleiga á smáhýsum.

Fyrri greinÆvintýraleg leikskólalóð við Bergheima
Næsta greinBjarki Karlsson enn á toppnum