Sóttvarnir í lagi hjá sunnlenskum rekstraraðilum

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglumenn á Suðurlandi hafa farið margar ferðir á veitingastaði, verslanir og sjoppur til eftirlits með því að sóttvörnum sé fylgt.

Í dagbók lögreglunnar kemur fram að í langflestum tilfellum hafi þessir hlutir verið í lagi en samtalið sé af hinu góða og vænlegt til árangurs að fara yfir hlutina saman og velta fyrir sér hvað betur megi fara.

Lögreglan hvetur Sunnlendinga til að halda dampi í baráttunni. Á endanum velti þetta allt á því hvað þú gerir. Mestu skipta persónulegar varnir, handþvottur og sprittun. „Núna er að halda haus og ná þar með árangrinum sem virðist í sjónmáli,“ segir lögreglan.