Sóttvarnarlæknir hvetur til bólusetningar

Sóttvarnarlæknir hefur gefið út ráðleggingar til fólks að láta bólusetja sig. Borið hefur á H1N1 inflúensu í nágrannalöndum og aðeins á Íslandi.

Einkennin eru hár hiti, höfuðverkur og beinverkir en oft líka kvefeinkenni svo sem hósti.

Óskar Reykdalsson, sóttvarnarlæknir í Suðurumdæmi, segir að til séu veirulyf á heilsugæslustöðvum og á bráðamóttöku Hsu ef á þarf að halda. Allar heilsugæslustöðvar á svæði HSu sjá um bólusetningar.

„Best er þó alltaf að vera bólusettur og þannig koma í veg fyrir að veikjast eða að minnsta kosti veikjast minna. Það má minna á að í fyrra lentu tugir einstaklinga á gjörgæsludeild vegna flensunnar og voru mjög mikið og alvarlega veikir um tíma. Það er sem betur fer ekki reiknað með slíku áhlaupi aftur,“ segir Óskar á vef HSu.

Fyrri greinNítján þúsund hafa mótmælt
Næsta greinAfsláttur af kröfum hjá Árborg