Sóttu veikan pilt á Hellisheiði

Rétt eftir miðnætti í nótt var tilkynnt um veikan unglingspilt í skátaskálanum Bæli á Hellisheiði. Þar sem mikil ófærð var á leiðinni að skálanum voru björgunarsveitir frá Hveragerði og Árborg kallaðar út til að flytja hann í sjúkrabíl.

Fóru þrír bílar og snjóbíll á staðinn og með í för voru sjúkraflutningamenn og komu fyrstu menn í skálann um tveimur tímum eftir að útkall barst.

Drengurinn var fluttur niður á Suðurlandsveg á Helisheiði þar sem sjúkrabíll beið þess að flytja hann undir læknishendur í Reykjavík.

Fyrri greinOfankoma og blindhríð á fjallvegum
Næsta greinHellisheiði og Þrengslum lokað