Sóttu veika konu á Fimmvörðuháls

Í nótt kl 4.36 voru björgunarsveitir á Suðurlandi sendar á Fimmvörðuháls til að sækja göngumann sem fann fyrir þyngslum fyrir brjósti.

Um var að ræða unga konu og hafðist hún fyrir í tjaldi skammt frá Baldvinsskála.

Björgunarsveitir komu fljótt á vettvang enda aðstæður með besta móti og var konunni komið undir læknishendur á Hvolsvelli.