Sóttu slasaðan ferðamann í Núpsstaðaskóg

Björgunarsveitir á leið yfir Núpsá í gær. Ljósmynd/Landsbjörg

Á fjórða tímanum í gær fékk Neyðarlínan boð frá ferðafólki í Núpsstaðaskógi í Skaftárhreppi um að einn ferðalanganna væri líklega með slitna hásin og þyrfti aðstoð til að komast til baka að bílum.

Fara þurfti yfir Núpsá til að komast að viðkomandi og treysti hópurinn sér ekki til að aka yfir ána á þeim bíl sem þau voru á. Björgunarsveitir frá Kirkjubæjarklaustri, úr Skaftártungu, Álftaveri og Öræfum héldu á staðinn.

Vel gekk að fara yfir ána og sækja ferðalanginn og koma honum á tjaldstæðið, þar sem viðkomandi hélt för áfram á eigin vegum.

Fyrri greinEldra fólk er vanmetið
Næsta greinFerðalangar fundust heilir á húfi á Fimmvörðuhálsi