Sóttu slasaðan ferðamann í Kerið

Viðbragðsaðilar við Kerið í dag. Ljósmynd/Tintron

Hjálparsveitin Tintron í Grímsnesi var kölluð út klukkan 14:05 í dag vegna ferðamanns sem hafði slasast á fæti á leið sinni niður í Kerið.

Tintronliðar mættu á vettvang, ásamt lögreglu og sjúkraflutningamönnum og aðstoðaði björgunarsveitarfólkið við burð á hinum slasaða upp úr gígnum. Ferðamaðurinn var borinn inn í sjúkrabíl og ekið á bráðamóttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.

Fyrri greinAllt í skrúfuna í uppbótartímanum
Næsta greinSumarhús í mikilli nálægt við sinueld