Sóttu slasaða konu við Hvannadalshnjúk

Mynd úr safni. Ljósmynd/Björgunarfélag Árborgar

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveitar á Suðausturlandi klukkan rúmlega fimm í dag vegna konu sem slasaðist við Hvannadalshnjúk.

Um tíu björgunarsveitarmenn fóru frá Höfn í Hornafirði á vettvang á vélsleðum og hlúðu að konunni áður en hún var flutt til Reykjavíkur með þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Konan hafði verið á skíðum á jöklinum.

Fyrri greinSamstarfssamningur um mótun landshlutateymis í málefnum fatlaðra barna
Næsta greinVeltan dróst saman um hálfan milljarð króna á milli ára