Sóttu slasaða konu í Rjúpnabrekkur

Félagar úr Hjálparsveit skáta í Hveragerði sóttu í kvöld slasaða konu upp í Rjúpnabrekkur á leið inn í Reykjadal. Konan hafði snúið sig á fæti og þurfti aðstoð við að komast niður.

Farið var með börur á móti og náð í konuna og hún aðstoðuð til byggða en húnleitaði sér sjálf aðhlyngingar á slysadeild.

Konan var í gönguhóp sem var að koma úr gönguferð úr dalnum og höfðu þau baðað sig í heita læknum.