Sóttu skólahóp í Þórsmörk

Björgunarsveitin Dagrenning á Hvolsvelli fékk tvö útköll í síðustu viku þar sem aðstoða þurfti ferðafólk.

Á þriðjudaginn fóru björgunarsveitarmenn til aðstoðar erlendu fólki sem hafði fest bifreið sína í snjó á Hamragarðaheiði.

Daginn eftir fór sama sveit til aðstoðar í Þórsmörk en þar var tíu manna skólahópur fastur og komst ekki leiðar sinnar.

Leystust bæði þessi verkefni vel.

Fyrri greinSjö bílveltur í liðinni viku
Næsta greinBlámi Þingvallavatns minnkar ef fram heldur sem horfir