Sóttu örmagna göngukonu

Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út á laugardag til að sækja konu sem komst ekki af sjálfsdáðum niður úr gönguferð í Gufudal.

Konan hafði örmagnast rétt fyrir ofan golfskálann. Sendur var mannskapur á einum bíl til að sækja konuna.

Björgunarsveitarmennirnir gátu keyrt upp að konunni á slóða sem er fyrir ofan golfvöllinn og var hún aðstoðuð niður í byggð.