Sóttu gönguhóp að Fjallabaki

Aðfaranótt sunnudags sótti Flugbjörgunarsveitin á Hellu erlendan gönguhóp inn á Fjallabak sem hafði viðhafst í skálanum við Strút síðustu viku.

Þaðan hafði hópurinn gert út gönguferðir og fleira. Þegar hópurinn hugði að heimferð reyndist orðið íllfært að skálanum enda hafði snjóað mikið í síðustu viku.

Þar kom snjóbíll flugbjörgunarsveitarinnar að góðum notum og komust ferðalangarnir heim heilu og höldnu.