Sóttu fastan bíl á Kjalveg

Björgunarfélagið Eyvindur í Hrunamannahreppi fór inn á Kjalveg í dag til að sækja bílaleigubíl en ökumaðurinn var búinn að festa bílinn í skafli.

Bílstjóri og farþegar sögðust ekki hafa tekið eftir skiltum sem sögðu að umferð væri bönnuð. Þrátt fyrir það eru skiltin mjög greinileg eins og sjá má á myndinni hér að neðan.

Vegagerðin gaf út nýtt hálendiskort í dag en á því má sjá að Kjalvegur er lokaður frá Bláfellshálsi og norður á Auðkúluheiði.

Á leiðinni til baka ók björgunarsveitin fram á hjólreiðamann á leiðinni upp Bláfellsháls og var sá á leið norður. Honum var sagt að allt væri lokað en vildi ekki taka varnarorðin til greina og ætlaði að halda áfram yfir.


Ljósmynd/Björgunarfélagið Eyvindur

Fyrri greinTíu bíða eftir hjúkrunarrými
Næsta greinHyggst reisa 28 nýjar þjónustuíbúðir á Selfossi