Sótti veikan mann á Fimmvörðuháls

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan mann á Fimmvörðuháls síðdegis í dag. Maðurinn var með brjóstverk og var flogið með hann á sjúkrahús.

Þyrlan var nýlent með slasaðan sjómann við Landspítalann í Fossvogi þegar útkallið af Fimmvörðuhálsi barst. Þyrlan fór samstundis í eldsneytistöku á Reykjavíkurflugvöll og flaug svo að Fimmvörðuhálsi.

Lent var við skálann á hálsinum kl. 17:58, sjúklingurinn var undirbúinn fyrir flutning og farið aftur í loftið kl. 18:21. Þyrlan lenti svo við flugskýli Landhelgisgæslunnar kl. 18:53 þar sem sjúkrabíll beið og flutti manninn á sjúkrahús.

Fyrri greinFunduðu með starfsmönnum ráðuneytisins
Næsta greinLandskeppni smalahunda um helgina