Sortinn skelfur

Lítil jarðskjálftahrina byrjaði kl. 7:48 í morgun í Sortanum í Flóahreppi, u.þ.b. 1 km fyrir sunnan Langholt, um 5 km austan við Selfoss.

Stærsti jarðskjálftinn var kl. 8:03, 2,1 að stærð, en flestir skjálftar hafa verið undir 0,6 að stærð. Nokkrir smáskjálftar hafa áfram verið að mælast í jarðskjálftakerfinu.

Stærsti skjálftinn fannst á Selfossi.

Fyrri greinSpenna í lokin í Þorlákshöfn
Næsta greinLindy hop hátíð á Flúðum