Sorpstöð Rangárvallasýslu rekin með hagnaði

Á aðalfundi Sorpstöðvar Rangárvallasýslu síðastliðinn fimmtudag flutti Ágúst Ingi Ólafsson skýrslu stjórnar. Þar kom fram að hagnaður af rekstri ársins 2013 nam tæpum 2,7 milljónum króna.

Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða sem og ákvörðun um gjaldskrá fyrir 2014. Framlög sveitarfélaganna per íbúa eru 243 krónur.

Kosin var þriggja manna framkvæmdastjórn og þriggja til vara. Í stjórn voru kjörnir: Ágúst Ingi Ólafsson Egill Sigurðsson og Sigfús Davíðsson. Í varastjórn voru kjörin: Ísólfur Gylfi Pálmason, Brynja Jónasdóttir og Ágúst Sigurðsson. Samþykkt var að ráða KPMG áfram til starfa við endurskoðun.

Undir önnur mál var lagt fram bréf frá Umhverfisstofnun þar sem stofnunin hafnar því lífrænn sláturúrgangur sé áfram urðaður á Strönd. Ákveðið var að sækja að nýju um starfsleyfi, þar sem gert verður ráð fyrir að sláturúrgangur verði jarðgerður.

Undir liðnum önnur mál lagði Ísólfur Gylfi Pálmason til að dagar fyrir vor og hausthreinsun verði alltaf á sama tíma á ári hverju. Ákveðið að vorhreinsun verð 1. til 16. júní ár hvert og hausthreinsun 10. til 20. október. Ágúst Sigurðsson lagði til að Sorpstöðin sjái um tæmingu rotþróa á á starfssvæði stöðvarinnar. Tillagan var samþykkt samhljóða, með fyrirvara um samþykki sveitarfélaganna.

Frá þessu er greint á heimasíðu Ásahrepps.
Fyrri greinSéra Sveinn kvaddi Eyrarbakkasöfnuð
Næsta greinSnorri Þór og Ívar tryggðu sér titlana