„Sorpmálin í tómu klúðri“

Leggja þarf ofurkapp á að finna urðunarstað fyrir sorp á Suðurlandi, að mati Aldísar Hafsteinsdóttur bæjarstjóra í Hvera­gerði.

Hveragerðis­bær er aðili að Sorpstöð Suðurlands og jafn­framt aðili að umhleðslustöð sem reist var á gáma­svæði Ár­borg­ar, en tilkynnt hefur verið um uppsögn samn­ings um þá stöð.

„Það er auðvitað sorglegt og með ólíkindum hvern­ig staðið hefur verið að þeim mál­um,“ segir Aldís beðin um viðbrögð við uppsögn samingsins. „Segja má að sorpmálin séu í tómu klúðri hjá okkur Sunnlendingum, svo skömm er að,“ segir Aldís.