Sorpa og Sorpstöðin sameinist

Viðræður standa fyrir á milli Sorpu bs og Sorpstöðvar Suðurlands bs um aukið samstarf eða sameiningu.

Á síðasta fundi stjórnar Sorpu voru lögð fram drög að viljayfirlýsingu fyrirtækjanna um sameiningu, ásamt greinargerð um kosti og galla hennar.

Samkvæmt því sem fram kemur í fundargerð stjórnar Sorpu var samþykkt að fela stjórnarmanni, varaformanni og framkvæmdastjóra Sorpu að kynna drögin að viljayfirlýsingunni fyrir stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Byggðasamlagið Sorpstöð Suðurlands er í eigu 13 sveitarfélaga í Árnes- og Rangárvallasýslum og var stofnað 1981. Hlutverk stöðvarinnar er að annast sorpmóttöku og sorpförgun fyrir aðildarsveitarfélög og fyrirtæki á svæðinu.

Sorpa er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu; Reykjavík, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Seltjarnarness, Mosfellsbæ, Garðabæ og Álftaness.

mbl.is greindi frá þessu

Fyrri greinMálþing á Klaustri: Sagan og framtíðin
Næsta greinTorfæruhjóli stolið á Selfossi