Sópað af þökum á Seljalandi

Klukkan tíu í morgun fóru björgunarsveitarmenn að Seljavöllum undir Eyjafjöllum til að aðstoða við að sópa ösku af þökum húsa. Seljavellir er sá bær sem stendur hvað næst eldstöðinni, í rúmlega 7 km fjarlægð.

Annars var nóttin fremur róleg hjá lögreglunni á Hvolsvelli. Veðurstofan upplýsti um talsverðan óróa í mælum rétt eftir miðnætti, voru miklar drunur og aukinn kraftur í eldgosinu. Menn frá Veðurstofu Íslands voru í Fljótshlíð með nætursjónauka, þeir sáu þó ekki vel til jökulsins vegna mikillar eldingavirkni. Gekk órói niður upp úr klukkan 2:00.

Ekki að sjá að auka vatnsflaum frá Gígjökli, var vatnsmagn svipað og áður. Menn frá vettvangsstjórn voru í Fljótshlíð með nætursjónauka í nótt til að fylgjast með ánni frá Gígjökli.

Veðurstofa Íslands spáir vestlægri átt í dag og því má búast við öskufalli í Mýrdal, á Mýrdalssandi og í Skaftártungum.

Gosmökkur hefur ekki sést á ratsjá eftir kl. 8, það þýðir að hann nær ekki 3 km hæð.

Fyrri greinVindur færist til vesturs
Næsta greinKammerkór Reykjavíkur syngur í dag