
Það er Þjóðhátíðarstemning og fjöldi fólks saman kominn í miðbæ Selfoss í kvöld þar sem dagskrá Þjóðhátíðar í Vestmannaeyjum er sýnd á risaskjá.
Dagskráðin er heldur ekki af verri endanum en Stuðlabandið hefur farið á kostum á sviðinu í kvöld ásamt ýmsum listamönnum. Hápunktur kvöldsins hófst svo klukkan 23 þegar Selfyssingurinn Magnús Kjartan Eyjólfsson taldi í brekkusönginn.
Þetta er í þriðja sinn sem boðið er upp á tröppusöng í frábærri stemningu í miðbænum, þar sem fólk á öllum aldri skemmtir sér fallega.
