Sómi má kaupa Þykkvabæjar

Kaup fyrirtækisins Sóma á Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hindrar ekki samkeppni að mati Samkeppniseftirlitinu. Hefur það samþykkt kaup Sóma á öllu hlutafé Þykkvabæjar.

Ekki er talið að ráðandi aðstaða verði á markaði við samruna fyrirtækjanna, eða að hann muni hindra samkeppni.

Eigendur Sóma, sem framleiða matvöru af ýmsum toga undir sömu merkjum, eru tveir og kaupa þeir fyrirtækið í Þykkvabæ af bændum þar og öðrum eigendum, alls 31 talsins.

Sunnlenska greindi frá því í vor að eigendum Kartöfluverksmiðju Þykkvabæjar hefði borist álitlegt tilboð, eins og það var orðað af einum eigenda, sem lauk svo með sölunni til Sóma.

Fyrri greinBanaslys við Klifanda
Næsta greinRannsaka brot á lögum um bílaleigur