Sömdu út 2014

Samningur milli Sveitarfélagsins Ölfuss og Vegagerðarinnar um hafnarþjónustu fyrir Herjólf var samþykktur á síðasta fundi bæjarstjórnar Ölfuss.

Samningurinn er samhljóða þeim samningi sem gerður var mili þessara aðila vegna yfirstandandi árs og er verðtryggður. Áður hafði verið rætt um að semja frá ári til árs en í þetta sinn var ákveðið að semja um þjónustu út árið 2014.

Sem kunnugt er hafa siglingar Herjólfs til Þorlákshafnar orðið tíðari en gert var ráð fyrir við opnun Landeyjahafnar. Þannig sigldi Herjólfur nánast eingöngu til Þorlákshafnar undir lok síðasta árs og þannig verður það áfram út janúar að minnsta kosti.

Að sögn Indriða Kristinssonar, hafnarstjóra, kostar það höfnina nokkuð að halda allri aðstöðu tilbúnni og ábyrgjast þjónustu þegar ferjan kemur.