Sólvöllum lokað vegna bilunar í fráveitu

Leikskólinn Álfheimar við Sólvelli. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegna bilunar í fráveitu verður unnið að viðgerðum á fráveitulögnum á Sólvöllum á Selfossi á næstu vikum. Búast má við að götunni verði lokað á verktíma.

Til að byrja með verður götunni lokað á milli Reynivalla og Sólvalla 11.

Ný vegtenging verður opnuð til bráðabirgða frá Reynivöllum inná bílaplan leikskólans Álfheima en vegfarendur sem ekki eiga erindi við leikskólann eru hvattir til að fara heldur á Sólvelli um Bankaveg.

Vegna óvissuþátta um ástand lagna á svæðinu er ekki unnt að gefa upp verklok en reynt verður eftir bestu getu að takmarka lokunartíma.

Fyrri greinRafmögnuð spenna í Frystikistunni
Næsta greinKonu bjargað úr brennandi íbúð