Söluvænar eignir kortlagðar

Bæjarráð Árborgar samþykkti á fundi í morgun að kortleggja hvaða eignir, lönd eða lóðir og fasteignir í eigu sveitarfélagsins kemur til greina að selja.

Eggert Valur Guðmundsson, fulltrúi S-listans í minnihluta bæjarráðs, lagði fram tillöguna og var hún samþykkt samhljóða.

Í greinargerð með tillögunni segir Eggert að sveitarfélagið standi frammi fyrir erfiðri fjárhagsstöðu eins fjölmörg önnur sveitarfélög á Íslandi. Að mati Eggerts er sala á eignum, lóðum, löndum og öðrum fasteignum ein af þeim leiðum sem mögulegar eru til þess að laga fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Mikilvægt sé að starfshópurinn velti við öllum steinum, skoði alla möguleika og skili af sér markvissum og vel rökstuddum tillögum sem bæjaryfirvöld geta unnið með í framhaldi málsins.

Bæjarráði er ætlað að skila niðurstöðum og tillögum af vinnu sinni til bæjarstjórnar fyrir 1. janúar næstkomandi.