Söluhelgi aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins

Árleg söluhelgi aðildarfélaga Krabbameinsfélags Íslands er um helgina. Að þessu sinni verða seldir fjölnota innkaupapokar og pennar til styrktar starfi aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins.

Krabbameinsfélag Árnessýslu verður með sölu i Bónus Hveragerði og Selfossi, sem og Kjarnanum Selfossi, í dag, á morgun og á sunnudag.

Allur ágóði af sölunni á landsvísu rennur til aðildarfélaga Krabbameinsfélagsins en það eru svæðisbundin krabbameinsfélög og stuðningshópar sem stofnaðir hafa verið til að sinna fræðslu og þjónustu við þá sem hafa fengið krabbamein.

Svæðisbundnu félögin takast á við veigamikil verkefni í heimabyggð sinni, einkum á sviði fræðslu og stuðnings við sjúklinga og fjölskyldna þeirra. Stuðningshóparnir hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf í þágu krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra og hefur það haft ómetanlega þýðingu. Sölunni er ætlað að styðja við þessa starfsþætti.

Krabbameinsfélagið væntir þess að landsmenn taki sölufólki vel.

Fyrri greinRauða ljónið og rakarinn spá í spilin
Næsta greinÞorvaldur Gylfason: Reginsvik í Færeyjum