Söluferli Ræktó gengur hægt

Viðræður um kaup Borfélags Íslands á öllu hlutafé í Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða gengur hægar en ætlað var í fyrstu.

Að sögn Péturs Árna Jónssonar, stjórnarformanns Borfélagsins hefur ferlið tekið heldur lengri tíma en menn hugðu í upphafi ferilsins, en gangur sé í viðræðunum. Segir hann fyrst og fremst taka tíma að fara yfir allar tölur og forsendur kaupanna og lögmenn og endurskoðendur á vegum samningsaðila séu að fara yfir þær. Hann á von á að því ferli ljúki um miðjan næsta mánuð.

Ræktunarsambandið er að 65% í eigu erfingja Ólafs Snorrasonar, en sjö búnaðarfélög á Skeiðunum og í Flóanum sem eiga samtals 35 prósent hlut í fyrirtækinu.

Borfélag Íslands er í eigu Gamma:Geo, fjárfestingasjóðs í Reykjavík, en framkvæmdastjóri þess er Ari Stefánsson, sem áður starfaði hjá Jarðborunum.

Fyrri greinJafntefli í lokaumferðinni
Næsta greinSafna fyrir Berlínarferð