Sóley Embla er 11 þúsundasti íbúinn

Kjartan afhendir Sóleyju og fjölskyldu gjöfina. Ljósmynd/Aðsend

Eins og sunnlenska.is greindi frá fyrr í sumar urðu íbúar Árborgar 11 þúsund þann 25. júní síðastliðinn.

Af því tilefni heimsótti Kjartan Björnsson, forseti bæjarstjórnar, 11 þúsundasta íbúann í síðustu viku og færði henni gjöf frá Sveitarfélaginu Árborg og Yrju barnavöruverslun.

Sú stutta heitir Sóley Embla Sindradóttir og fæddist þann 21. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Helena Guðmundsdóttir og Sindri Freyr Ágústsson og búa þau á Selfossi.

Íbúar Árborgar eru í dag 11.061 talsins og hefur fjölgað um 267 frá 1. desember 2021.

Fyrri greinHundraðasti rampurinn vígður við Sjóminjasafnið
Næsta greinGul viðvörun vegna vatnavaxta