Sóknartrjám plantað í Skálholti

Skálholt.

Á Degi náttúrunnar, mánudaginn 16. september kl. 17:00, verður helgaður skógræktarreitur í Skálholti til kolefnisjöfnunar fyrir söfnuði í þjóðkirkjunni.

Hallgrímssöfnuður í Reykjavík hefur ákveðið að kolefnisjafna sína starfsemi árlega með skógrækt. Í Skálholti verða á Á Degi náttúrunnar hópar frá Hallgrímskirkju, Kópavogskirkju og Skálholtskirkju sem taka munu þátt í helgun reitsins með viðeigandi athöfn og planta „sóknartrjám“.

Þegar hafa átta söfnuðir byrjað að taka grænu skrefin svokölluðu í samstarfi við umhverfisnefnd kirkjunnar, Græna kirkjan.

Kristján Björnsson vígslubiskup og sr. Halldór Reynisson stýra athöfnininni.

Fyrri greinLóukaka (hnetulaus)
Næsta greinSelfoss byrjar á sigri