Sökk á 51 sekúndu

Fjallarútan sem hvarf í Blautulón á dögunum sökk á 51 sekúndu í lónið en á þeim tíma náðu allir ellefu farþegarnir að komast út.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Mesta mildi þykir að ekki fór verr en allir farþegarnir komust út úr bifreiðinni heilir á húfi og syntu í land

Bílnum var lyft úr lóninu sl. þriðjudag og var hann síðan fluttur á vagni á Kirkjubæjarklaustur.

Rannsókn málsins stendur yfir hjá lögreglunni á Hvolsvelli.