Söguskilti um Drullusund afhjúpað

Nýtt söguskilti við Drullusund var afhjúpað í Hveragerði í vikunni. Söguskiltin í bænum eru nú orðin níu talsins og hafa þau vakið mikla athygli.

Skiltin eru í senn fróðleg og upplýsandi fyrir bæjarbúa og ferðamenn en það er Njörður Sigurðsson, sagnfræðingur sem hefur tekið saman textana.

Á myndinni eru Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri sem afhjúpaði skiltið, Guðmundur Ingi Gunnlaugsson sem dvaldi á Geirlandi í æsku og sagði frá æskuminningum tengdar sundinu og Kolbrún Vilhjálmsdóttir, kona Njarðar sem var einnig viðstödd en Njörður dvelur í Stokkhólmi um þessar mundir.

Fyrri greinJörfi styrkir Setrið
Næsta greinSala á Neyðarkallinum hafin