Sögulegt stallarakjör í ML

Helgi Ármannsson frá Vesturholtum í Þykkvabæ var í gær kjörinn stallari Nemendafélagsins Mímis í Menntaskólanum að Laugarvatni. Þrír eldri bræður Helga hafa sinnt sama embætti.

Í janúar 1997 hófst þessi saga með því að Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum í Þykkvabæ, var kjörinn stallari Nemendafélagsins Mímis. Hún hélt áfram, þegar Jón Ólafur Ármannsson, bróðir hans var kosinn stallari í janúar, árið 2000. Þetta varð síðan talsvert merkilegt þegar þriðji bróðirinn, Arnar Ármannsson tók við embættinu í janúar 2007.

Þegar fjórði bróðirinn frá Vesturholtum, Helgi Ármannsson var kosinn stallari í gær, gerðist í rauninni bara það, því Helgi sinnir starfinu örygglega með sínum hætti, af trúmennsku, óháð fjölskyldusögunni, en í sögu skólans er hér um umtalsverð tíðindi að ræða.

Foreldrar bræðranna eru þau Bjarnveig Jónsdóttir og Ármann Ólafsson.

Samkvæmt upplýsingum sem taldar eru áreiðanlegar er ný stjórn Mímis svo skipuð:
Stallari: Helgi Ármannsson
Varastallari: Ástrún Sæland
Gjaldkeri: Halldóra Þórdís Skúladóttir
Ritnefndarformaður: Þorkell Máni Þorkelsson
Tómstundaformaður: Elvar Orri Jóhannsson
Vef- og markaðsfulltrúi: Helgi Jónsson
Íþróttaformenn: Anton Kári Kárason og Hreinn Heiðar Jóhannsson
Skólaráðsfulltrúar: Hafdís Ellertsdóttir og Kristín Eva Einarsdóttir
Skemmtinefndarformenn: Marta S Alexdóttir og Vala Rún Valtýsdóttir.

Heimasíða ML