Sogsbrú lokuð fram að hádegi

Í dag verður brúin á Sog við Þrastarlund á Biskupstungnabraut lokuð frá kl. 5 til hádegis vegna framkvæmda.

Vinna stendur yfir við brúargólf á brúnni yfir Sogið við Þrastalund og í dag verður unnið að steypuvinnu.

Eftir hádegi verður aðeins önnur akreinin lokuð og umferð stýrt með ljósum. Reiknað er með að vinna við brúna standi yfir til 20. júní.

Vegagerðin bendir vegfarendum á að nota aðrar leiðir á svæðinu á meðan á lokun stendur.

Fyrri greinAllt stopp vegna skipulagsferlis
Næsta greinSandra Brá ráðin sveitarstjóri